Skagfirðingar á Austurvöll
Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki hvetja íbúa Skagafjarðar og Skagfirðinga, búsetta á höfuðborgarsvæðinu, til að fjölmenna á Austurvöll á morgun kl. 16 og vera viðstödd afhendingu undirskriftalista fólks af öllu landinu, gegn niðurskurði á heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni.
Um er að ræða meðmæli, frekar en mótmæli, þar sem viðstaddir sýna að okkur er öllum annt um þá heilbrigðisþjónustu sem byggð hefur verið upp um allt land á undanförnum áratugum.
Rúta fer frá Heilbrigðisstofnunni á Sauðárkróki á morgun kl. 11, þegar hefur verið send út beiðni til fyrirtækja í Skagafirði um að hvetja starfsfólk sitt til að fjölmenna á Austurvöll og um að taka þátt í kostnaði við rútuferðir.
Skráning í rútu er í netfangið hebj@simnet.is