Skagfirðingar með fallegasta básinn á Local Food Akureyri

Fríður hópur matvælaframleiðenda úr Skagafirði við fallegasta básinn á Local Fodd Akureyri. Mynd: FB Svf. Skagafjarðar
Fríður hópur matvælaframleiðenda úr Skagafirði við fallegasta básinn á Local Fodd Akureyri. Mynd: FB Svf. Skagafjarðar

Local Food matarhátíðin var haldin á Akureyri sl. laugardag þar sem fjöldinn allur af fyrirtækjum voru með kynningar á sínum vörum. Markaðstorg var á svæðinu, glæsilegt vínsvæði og æsispennandi kokkakeppni eins og sagði í tilkynningu fyrir helgina. Matarkistan Skagafjörður mætti einnig á svæðið með fjölbreytt úrval matvöru og fékk verðlaun fyrir  fallegasta básinn 2019.

Þau sem skipuðu Skagfirsku matarkistuna að þessu sinni voru auk Svf. Skagafjarðar; Stórhóll, Sölvanes, KK Restaurant, Birkihlíð kjötvinnsla, Hótel Varmahlíð, Laugarmýri, og Kokkhús.

Á Facebooksíðu Svf. Skagafjarðar má sjá fleiri myndir frá matarhátíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir