Skagfirska mótaröðin frestar móti

Mikið hefur verið að gerast í Svaðastaðahöllinni í vetur, hvert mótið rekið annað og þátttaka góð. Nú hins vegar bregður svo við að Skagfirska mótaröðin frestar keppni vegna ónógrar skráningar.

Keppa átti í 5.gangi og heldrimannaflokki í Skagfirsku mótaröðinni 8.apríl en keppninni hefur verið frestað til 15.apríl í von um að menn hysji upp um sig reiðbuxurnar og skrái sig til leiks sér og öðrum til mikillar gleði.

Fleiri fréttir