Skallagrímur heima í bikarnum

Búið er að draga í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins, en Tindastóll dróst á heimavelli gegn Skallagrími sem leikur í 1. deildinni. Heitasta ósk aðstandenda Tindastóls var að fá heimaleik og það rættist heldur betur, því Skallagrímur sækir okkur heim í 8-liða úrslitunum.

8-liða úrslitin verða leikin 8. og 9. janúar n.k.

Aðrar viðureignir í 8-liða úrslitunum eru Haukar - Njarðvík, KR - Fjölnir og Grindavík - Laugdælir.

Fleiri fréttir