Skemmtibát hvolfdi á Skagaheiði

Frá björgunaraðgerðum. Mynd af Facebooksíðu Skagfirðingasveitar, Haraldur Ingólfsson.
Frá björgunaraðgerðum. Mynd af Facebooksíðu Skagfirðingasveitar, Haraldur Ingólfsson.

Björg­un­ar­sveit­ir á Norður­landi voru kallaðar út um miðjan dag í gær eft­ir að skemmti­bát hvolfdi á Langavatni á Skagaheiði. Í frétt á mbl.is segir að þrír hafi verið um borð í bátnum og hafi allir komist á kjöl. Björgunarsveitarmen voru komnir að vatninu um klukkan fjögur og komu fólkinu á þurrt þar sem sjúkraflutningamenn tóku við og hlúðu að því. Enginn slasaðist en fólkið var kalt og hrakið.

Á Facebooksíðu Björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveitar segir að ásamt henni hafi Björgunarfélagið Blanda og Björgunarsveitin Strönd tekið þátt í björgunaraðgerðum sem gengu vel fyrir sig.  

Fleiri fréttir