Skemmtilegir Hljómsveitatónleikar Tónlistarskólans
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
16.12.2010
kl. 09.18
Tvennir tónleikar nemenda Tónlistarskóla Skagafjarðar voru haldnir í gær í Frímúrarahúsinu á Sauðárkróki. Á fyrri tónleikunum komu fram nemendur í blásara- og strengjasveitum ásamt barnakór og á þeim seinni sýndu nemendur sem eru lengra komnir færni sína.
Það var þétt setinn bekkurinn af foreldrum, systkynum, ömmum og öfum sem fylgdust með krökkunum syngja og spila af hjartans list og greinilegt að tónlistarlífið í Skagafirði er í fullum blóma og tónlistarfólk framtíðarinnar í góðum höndum. Feykir var á staðnum og tók nokkrar myndir af listafólkinu.
.