Skert flugþjónusta á Blönduósi og Sauðárkróki
Frá því segir á Húna.is að mikið aðhald og sparnaðarráðstafanir eru í þjónustusamningi milli Flugstoða ohf og samgönguráðuneytisins fyrir árið 2009. Sparnaðarráðstafanir þessar bitna meðal annars á Blönduós- og Alexandersflugvelli á Sauðárkróki.
Samningurinn sem kveður á um hvaða þjónusta skuli veitt á flugvöllum landsins og hvað fyrir hana er greitt gerir ráð fyrir miklu aðhaldi og sparnaði í rekstri. Ástæðan er sú að framlag ríkisins til framkvæmda og rekstrar flugvalla landsins og flugleiðsöguþjónustu þeim tengdum hefur verið skorið mikið niður.
Á Blönduósui mun strax í næsta mánuði, rekstri á aðflugshallaljósum, radíóvita og markvita flugvallarins hætt. Áfram verður þó hægt að nota flugvöllinn og búnað hans í samráði við Flugstoðir.
Á Sauðárkróki verður frá 1. apríl, þjónustutími flugvallarins styttur og miðast við áætlunarflug. Þjónusta við sjúkra- og neyðarflug verður óbreytt. Óska verður sérstaklega eftir þjónustu við annað flug utan þjónustutíma.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.