Skíðadeildin færði 2. bekk árskort

Skíðadeild Tindastóls færði á dögnum nemendum í öðrum bekk Árskóla  árskort á skíðasvæðið í Tindastóli að gjöf.

Það var Viggó  Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins sem mætti í skólann og afhenti nemendum ávísun á kortin. Þetta verður án efa góð hvatning til nemendanna til að iðka skíðaíþróttina og færir skólinn á heimasíðu sinni skíðadeildinni bestu þakkir fyrir þessa góðu gjöf.

Fleiri fréttir