Skimun getur bjargað lífi – hugaðu að heilsunni og pantaðu tíma
Krabbameinsfélagið býður upp á brjóstamyndatöku á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki daganna 24-27. febrúar og á Blönduósi daganna 2. - 3. mars. Konur um allt land fá sent boð í pósti þegar komið er að næstu krabbameinsleit hjá þeim.
Skimað er fyrir brjóstakrabbameini hjá konum frá 40-69 ára aldri og fyrir leghálskrabbameini frá 23-65 ára. Konur geta séð upplýsingar um boð og eigin þátttöku í skimunum fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum á mínum síðum Ísland.is. Skimunarsagan er afrakstur samstarfs á milli Krabbameinsfélags Íslands og Þjóðskrár Íslands, segir í tilkynningu frá felaginu.
Boðið er upp á leghálskrabbameinsleit hjá ljósmæðrum og einstaka hjúkrunarfræðingum á öllum heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni allt árið um kring og brjóstakrabbameinsleit á mörgum heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni árlega eða annað hvert ár.
Tímapantanir á Sauðárkróki er í síma 432-4200 og á Blönduósi í síma 455-4100.