Skin og skúrir hjá drengjaflokknum

 Drengjaflokkur Tindastóls lagði land undir fót um helgina og spilaði tvo leiki. Þeir unnu Valsmenn mjög örugglega en töpuðu síðan fyrir Blikum í gær.

Úrslitin í leiknum gegn Val urðu 43-94 fyrir Tindastól og eins og tölurnar gefa til kynna var sigurinn mjög verðskuldaður. Borce fór djúpt niður á bekkinn í þessum leik og fengu strákar úr 10. og jafnvel 9. flokki að spreyta sig. Stig Tindastóls skoruðu; Einar Bjarni 25, Þorbergur 17, Ingvi Rafn 14, Pétur Rúnar 14, Pálmi Geir 7, Friðrik Jóhanns 5, Guðmundur 4, Reynald 4, Friðrik Þór 2 og Jónas 2.

Í gær léku strákarnir svo gegn Breiðabliki í Smáranum. Um hörkuleik varð að ræða og með smá heppni og rökvísi í lokin, hefðu strákarnir getað unnið leikinn. Úrslit hans urðu 68-61 fyrir gestgjafana. Stigaskor: Pálmi Geir 19, Ingvi, 10, Einar Bjarni 9, Ingimar 7, Þorbergur 6, Jónas 5 og Guðmundur 5.

Næsti leikur hjá strákunum verður á föstudaginn hér heima í Síkinu gegn Grindvíkingum. Leikurinn hefst kl. 18.00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir