Skógarferð hjá öðrum bekk
Annar bekkur Árskóla fór í skógarferð með kennurunum sínum og skólaliðum í bítið í morgun. Var ferðin farin í þeim tilgangi að gefa fuglunum en útbúin hafði verið fuglafóðurshringur.
Eftir að hringnum hafið verið komið fyrir í skógarrjóðri í Skógargötunni skreyttu krakkarnir rjóðrið með eplum og kertum og síðan var sögustund, heitt kakó og hugguleg heit. Feykir fékk að vita af ferðinni og mætti með myndavélina.