Skólar að hefjast
feykir.is
Skagafjörður
19.08.2009
kl. 08.39
Varmahlíðarskóli mun hefja kennslu mánudaginn 24. ágúst klukkan hálf níu og er hann fyrsti grunnskólinn í Skagafirði til þess að hefja kennslu þetta haustið. Árskóli verður síðan settur þriðjudaginn 25. ágúst og hefst kennsla þann 26.
Innkaupalistar eru nú að koma inn á heimasíður skólanna og eins er skóladagatal vetrarins komið inn á vef Árskóla.
Fleiri fréttir
-
Addi Ólafs og Kolbeinn Tumi tryggðu Stólunum sigur á Ólafsfirði
Tindastólsmenn gerðu góða ferð á Ólafsfjörð í gærkvöldi og hirtu öll stigin í sjö marka spennutrylli. Stólarnir héldu nokkuð þunnskipaðir á Tröllaskagann en þrír af fjórum erlendum leikmönnum liðsins voru ekki með; tveir voru í banni og einn meiddur. Tvívegis lentu Stólarnir tveimur mörkum undir en það dugði að skora þrjú síðustu mörk leiksins til að krækja í stigin. Lokatölur 3-4 og Stólarnir príluðu á ný upp í efri hluta 3. deildar.Meira -
Forvitnilegt myndskeið frá heimsókn Kristjáns Eldjárns til Skagafjarðar fyrir 56 árum
Kvikmyndasafn Íslands hefur sett inn mikið efni eftir Vigfús Sigurgeirsson á vef sinn islandafilmu.is. Feyki barst ábending frá safninu um myndskeið frá opinberri heimsókn forsetahjónanna Kristjárns og Halldóru Eldjárns á Norðurlandi í ágúst árið 1969. Það er örugglega gaman fyrir fólk fætt fyrir og um 1960 að vita hvort það þekkir ekki einhver þeirra mýmörgu andlita sem ber fyrir sjónir.Meira -
Sjáumst, skokkum og skálum!
„Náðir þú ekki að nota sumarkjólinn eða hlaupaskóna eins oft og þú stefndir að í sumar? Engar áhyggjur, núna skellir þú þér bara í kjólinn og reimar á þig hlaupaskóna og hittir okkur á pallinum við Sauðá kl. 15 á laugardaginn 23. ágúst...“ Þannig hefst kynning á þeim ágæta viðburði Sumarkjóla- og búbbluhlaup á Króknum sem dömurnar í 550 rammvilltum standa fyrir í samstarfi við veitingastaðinn Sauðá. Ein rammvillt, Vala Margeirs, svaraði nokkrum spurningum Feykis.Meira -
Skagfirðingurinn Almar Orri í íslenska hópinn
Breyting hefur verið gerð á landsliðshópi Íslands sem er á leið á EuroBasket í Póllandi þar sem reynsluboltinn öflugi, Haukur Helgi Pálsson, þurfti að druga sig út úr hópnum sökum meiðsla. Í hans stað kemur Vesturbæingurinn skagfirski, Almar Orri Atlason, sem margir vildu reyndar sjá í tólf manna hópnum hjá Craig Pedersen.Meira -
Ástand Svínvetningabrautar engan veginn ásættanlegt
Ástand Svínvetningabrautar, á vegakaflanum frá Stóra Búrfelli að veginum fram í Blöndudal að vestan verðu, er ekki gott. Í frétt í Húnahorninu, þar sem vitnað er í fundargerð byggðarráðs Húnabyggðar, segir að nokkrir aðilar hafi kvartað undan skemmdum á bílum og að vegurinn sé engan veginn ásættanlegur.Meira