Skólastarf raskast vegna veðurs
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla
10.12.2014
kl. 08.29
Kennsla fellur niður Grunnskólanum austan Vatna í Skagafirði, það er á Sólgörðum, Hofsósi og Hólum, og einnig í Varmahlíðaskóla. Þar er veður tekið að versna. Jafnframt er öllu skólahaldi í Húnavallaskóla og leikskólanum Vallabóli er aflýst í dag vegna veðurs. Þar er veður einnig tekið að versna, samkvæmt frétt á Rúv.is.
Þá hefur verið ákveðið að fella niður próf sem áttu að fara fram í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í dag. Prófin verða færð yfir á föstudag, samkvæmt fréttinni.