Skór skipta um eigendur
feykir.is
Skagafjörður
24.04.2009
kl. 15.31
Ungmennafélagið Tindastóll hélt fótbolta- og skómarkað í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í gær. Þar var hægt að leggja inn gömlu íþróttaskóna sem voru orðnir of litlir og fá aðra stærri í staðinn sem annar var búinn að leggja inn.
Einnig voru gamlir fótboltabúningar seldir á slikk.Yfir áttatíu pör skiptu um eigendur og ekki var annað að sjá en allir væru ánægðir með viðskiptin og framtakið.