Skora á Vegagerð og landeigendur að girða
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
04.11.2010
kl. 13.53
Landbúnaðarráð Húnaþings vestra skoraði á síðasta fundi sínum af gefnu tilefni á Vegagerðina og hlutaðeigandi landeigendur að ráðast í nauðsynlegar girðingarframkvæmdir meðfram tilteknum vegsvæðum á Vatnsnesi og í Vesturhópi.
Er það mat Landbúnaðarráðs að með tilliti til almennra umferðaröryggissjónarmiða, m.a. vegna aksturs skólabifreiða og aukins umferðarþunga, sé óumflýjanlegt og löngu tímabært að gera viðeigandi ráðstafanir til að draga úr hættu á alvarlegum umferðarslysum á leiðinni um Vatnsnes og Vesturhóp.