Skötuveisla í Sveinsbúð
feykir.is
Skagafjörður
22.12.2010
kl. 13.28
Á morgun, Þorláksmessudag verður Skagfirðingasveit með skötuveislu í Sveinsbúð frá kl. 11:00-14:00, margt spennandi verður á boðstólnum og fyrir þá sem ekki hafa áhuga á þeim afurðum sem sjórinn færir okkur þá verða flatbökur einnig í boði.
Við innganginn eru greiddar 2.000 kr. á kjaft og er fólki velkomið að fara eins margar ferðir og það mögulega getur.