Skráning hafin í Vinnuskólann

Búið er að opna fyrir skráningu í Vinnuskóla Skagafjarðar en börn fædd árin 2003-2006, nemendur 7. - 10. bekkjar, geta sótt um. Skráning er  á heimasíðu sveitarfélagsins þar sem einnig er hægt að nálgast upplýsingar um reglur vinnuskólans, laun og fleira.

Vinnuskólinn verður starfandi frá 3. júní til 14. ágúst og er leitast við að veita öllum 13 til 16 ára unglingum búsettum í Skagafirði aðgang í skólann. Vinnutíminn er 40 klukkustundir eða tvær vinnuvikur hjá yngsta árgangi, 120 klukkustundir fyrir ungmenni fædd árið 2005 eða fjórar heilar vinnuvikur, 180 klukkustundir fyrir ungmenni fædd árið 2004 eða sex heilar vinnuvikur og 240 klukkustundir hjá elsta hópnum eða átta vikna tímabil.

13 ára nemendur fá 537 kr. á klst., 14 ára 594 kr., 15 ára 683 kr. og 16 ára fá 830 kr.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir