Skráningar í Vetrar T.Í.M. eru hafnar

Á vef Svf. Skagafjarðar kemur fram að foreldrar barna 6-18 ára í Skagafirði geti nú skráð þau inn í T.Í.M. kerfið á slóðinni  http://tim.skagafjordur.is/is/forsida/. UMSS hefur óskað eftir því að þau börn, yngri en 18 ára sem eru að æfa og þjálfa hjá  aðildarfélögum sambandsins, verði skráð  inn í T.Í.M. kerfið, óháð því hvort rukkuð eru æfingagjöld eða ekki.  Tilgangurinn er aðeins sá að hafa skráningarnar á einum stað. 

T.Í.M.kerfið er hannað í samstarfi íþróttahreyfingar og Frístundasviðs Sveitarfélagsins ,til þess að auðvelda foreldrum, þjálfurum, íþróttadeildum og félögum að halda utan um iðkendaskrána. Einnig fyrir foreldra og börn að fá æfingatöfluna á einu blaði sem kerfið gerir sjálfkrafa og foreldrar geta prentað út.

Með þessu kerfi er m.a. hægt að fylgjast með hvernig árgangar skila sér inn í íþróttir, hvernig skipting er milli kynja, hvenær iðkendum fækkar, hvaða íþróttagreinar sækja í sig veðrið og hverjar þurfa hvatningu. Gagnvart foreldrum gefur það meiri yfirsýn hvað er í boði á frístundasviði í sveitarfélaginu.

Rukkað er með rafrænum hætti sem birtist í heimabanka viðkomandi. Einnig heldur kerfið utan um hverjir eiga rétt á 8.000.- króna Hvatapeningum, sem greiddir verða út í sumar eða haust, allt eftir því hvenær skilyrði um þá hafa verið uppfyllt.

   Allar nánari upplýsingar eru veittar í Húsi frítímans á opnunartíma og í  síma 4556109 eða með því að senda póst á  tim@skagafjordur.is

Fleiri fréttir