Skrifuðu undir samning á Þverárfjalli
Fulltrúar knattspyrnudeilda Tindastóls og Hvatar hittust fyrr í dag miðju vegu milli knattspyrnuvalla félagsins og skrifuðu undir samning um samstarf deildanna í annarri deild næsta sumar. Það voru þeir Ómar Bragi Stefánsson, formaður knattspyrnudeildar Tindastóls, og Hilmar Hilmarsson, formaður knattspyrnudeildar Hvatar sem skrifuðu undir samninginn.
Gjörningurinn fór fram á þjóðveginum yfir Þverárfjall eða á miðju vegu milli vallanna tveggja en til þess að vera nákvæm þá eru um 43 km á milli heimavalla liðanna. Heimaleikir verða leiknir bæði á vellinum á Blönduósi svo og á Sauðárkróksvelli.