Skúli lætur af störfum sem sveitarstjóri

Skúli Þórðarson, sem gengt hefur starfi sveitarstjóra í Húnaþingi vestra síðast liðin tólf ár lætur nú af störfum. „Ég hætti sem sveitarstjóri eftir tólf ára starf hér, en áður var ég bæjarstjóri á Blönduósi í átta ár, þannig að ég er búinn að vera í þessum bransa í 20 ár,“ sagði Skúli í samtali við Feyki.

Sem kunnugt er fékk listinn Nýtt afl meirihluta í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum og var ákveðið að auglýsa eftir sveitarstjóra. Var það gert um síðustu helgi, að sögn Stefán Böðvarssonar sem skipar annað sæti á lista Nýs afls í Húnaþingi vestra.

Skúli lætur af störfum undir lok þessa mánaðar og segir hann óvíst hvað taki við hjá sér. „Ég er að vega og meta stöðuna,“  sagði hann í samtali við Feyki í síðustu viku.

Fleiri fréttir