Skúrir og skýjalög í kortunum
Ef veðurspá Veðurstofunnar fyrir næstu daga er skoðuð þá er ekki útlit fyrir að Skagfirðingar nái að sóla sig fyrir fimmaur. Það er nefnilega lítið annað í spánum en skýjaður himinn og rigningaskúrir. Það er ekki fyrr en á fimmtudag sem sólinni er áætlaður heimsóknartími í Skagafjörð og hitatölurnar eru kreppukenndar út vikuna, bara einnar tölu. Öss-öss!