Skýjað í dag en bjartara í innsveitum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
15.10.2014
kl. 08.36
Á Ströndum og Norðurlandi vestra er austan og norðaustan 5-10 m/s á annesjum og Ströndum og skýjað, en hægari og bjartara í innsveitum. Heldur ákveðnari vindur á morgun. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost inn til landsins í nótt.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Austan og norðaustan 10-15 m/s, en hægari NA-lands. Þurrt á V-landi, en annars dálítil væta. Hiti 2 til 9 stig, mildast V-til.
Á laugardag og sunnudag:
Austan- og norðaustan 13-18 m/s. Úrkomulítið á V-landi, en annars víða talsverð rigning. Hiti 3 til 10 stig, mildast syðst.
Á mánudag og þriðjudag:
Hvöss norðaustanátt með rigningu eða slyddu NV-til, en annars mun hægari og úrkomulítið. Kólnar smám saman.