Skýjað með köflum í dag

Sunnan 5-13 m/s og skýjað með köflum. Suðaustan 5-10 á morgun. Hiti 5 til 11 stig. Vegir eru að mestu auðir um allt land.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:

Suðaustan 5-13 m/s, en hvassara í vindstrengjum við fjöll á V-verðu landinu. Súld eða rigning, einkum SA-lands, en bjartviðri á N-landi. Hiti 3 til 8 stig.

Á laugardag:

Austlæg átt 8-13 m/s og rigning S- og A-til. Hægari vindur NV- og V-lands og úrkomulítið. Hiti 1 til 7 stig, mildast með S-ströndinni.

Á sunnudag:

Hæg breytileg átt og bjart með köflum, en dálítil væta austast á landinu fyrir hádegi. Vaxandi suðaustanátt um kvöldið. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost til landsins, einkum N-til.

Á mánudag:

Stíf suðaustanátt og rigning, en lengst af þurrt að kalla NA-lands. Hiti 2 til 7 stig.

Á þriðjudag:

Sunnanhvassviðri með úrkomusömu veðri, einkum á S- og V-verðu landinu. Hiti 0 til 5 stig, en um frostmark fyrir norðan.

Á miðvikudag:

Útlit fyrir suðlæga átt með rigningu víða, en úrkomulítið N-til. Hiti um frostmark.

Fleiri fréttir