Skýjað með köflum og úrkomulítið í dag
Góð færð er á Norðurlandi vestra og lítil hálka á láglendi. Hálkublettir og éljagangur er á Öxnadalsheiði. Norðaustan 3-8 m/s er í landshlutanum og skýjað með köflum, en úrkomulítið.
Vaxandi norðaustanátt V-til í dag, 10-15 og él eða slydduél á Ströndum í kvöld. Hiti kringum frostmark. Norðaustan 10-18 á morgun og rigning með köflum. Hiti 3 til 8 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga.
Á fimmtudag:
Austanhvassviðri eða -stormur. Víða talsverð rigning á sunnan- og austanverðu landinu, en úrkomuminna V-til. Hiti 3 til 10 stig, hlýjast SV-lands.
Á föstudag og laugardag:
Minnkandi austanátt með rigningu S- og A-lands, einkum SA-til. Annars væta með köflum. Hiti 3 til 10 stig, svalast inn til landsins.
Á sunnudag:
Sunnan 5-13. Rigning S- og V-lands en annars þurrt. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast S-lands.
Á mánudag:
Útlit fyrir hæga sunnanátt og skýjað með köflum. Hiti 1 til 5 stig.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir sunnanátt og rigningu S- og V-lands. Hiti 2 til 8 stig.