Slagorðasamkeppni fyrir nýja stuðningsmannaboli

Stjórn körfuknattleiksdeildarinnar hefur ákveðið að efna til samkeppni á meðal stuðningsmanna, um slagorð fyrir körfuknatteiksdeildina sem m.a. verður sett á stuðningsmannaboli. Einnig er sala á árskortum að fara af stað, en hún verður með breyttu sniði að þessu sinni.

Slagorðið á að vera hægt að nota eitt og sér sem og samhliða krókódílsmerkinu. Ætlunin er að prenta slagorðið á m.a. boli sem selja á í fjármögnunarskyni fyrir deildina. Einnig yrði stóru skilti með slagorðinu komið fyrir í íþróttahúsinu. Þrjú slagorð verða valin af stjórn, leikmönnum og þjálfurum. Það kemur svo í hlut ykkar, stuðningsmenn góðir að velja besta slagorðið. Tillögur að slagorði skulu berast á netfangið: karfa@tindastoll.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir