Slappaðu af í Miðgarði

Unglingarnir í 7.-10. bekk Varmahlíðarskóla frumsýna söngleikinn Slappaðu af! eftir Felix Bergsson í dag kl. 19 en seinni sýningin verður á morgun laugardag kl. 15:00 en þá verður veislukaffi í Varmahlíðarskóla að lokinni sýningu. Sú sýning kemur í stað áður fyrirhugaðrar fimmtudagssýningar. Leikstjórar eru þau Íris Olga Lúðvíksdóttir og Trostan Agnarsson.

„Þrátt fyrir rysjótta tíð hafa nemendur haldið ótrauð áfram að æfa leik og söng og innlifun í litskrúðuga karaktera. Ekki láta þessa stórkostlegu sýningu framhjá þér fara!“ segir á heimasíðu Varmahlíðarskóla.

Að lokinni frumsýningu verður haldinn unglingadansleikur til kl. 23:30 fyrir 7.-10. bekk. Meðlimir úr hljómsveit kvöldsins sjá um stuðið og mun frístundastrætó ganga en nánari upplýsingar má fá hjá starfsfólki Húss frítímans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir