Slátrun gengur vel
Nú er búið að slátra ríflega 50 þúsund fjár hjá SAH Afurðum á þessu hausti. Slátrun gengur vel og meðalfallþungi er umtalsvert meiri en í fyrra, eða ríflega 16 kg.
Stefnt er að því að ljúka slátrun fyrir lok október og stefnir allt í að það takist enda hefur mjög gott samstarf verið við innleggjendur varðandi niðurröðun sláturfjár. Starfsmenn hafa staðið sig mjög vel, enda meginhluti þeirra starfað áður við slátrun hjá félaginu.
Í tilkynningu frá félaginu er fólki bent á slátursöluna og að einnig sé hægt að fá keypt lambakjöt á mjög góðu verði. Sjá heimasíðu SAH afurða.
