Sláttur hafinn í Skagafirði

Fimm hektarar fengu slátt í Viðvík í gær. Mynd: Guðríður Magnúsdóttir.
Fimm hektarar fengu slátt í Viðvík í gær. Mynd: Guðríður Magnúsdóttir.

Þrátt fyrir kulda og mikla þurrka í vor er komið að því að bændur fari að draga heyvinnutæki sín fram og hefji heyskap. Alla vega er sláttur hafinn í Sagafirði en tæpir fimm hektarar voru slegnir á bænum Viðvík í gær.

Guðríður Magnúsdóttir bóndi í Viðvík segir sprettu vera a.m.k. þremur vikum seinna en eðlilegt megi teljast í meðalárferði. Hún segir að náðst hafi að bera snemma á túnin og verða næstu tún líklega slegin eftir viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir