Sláturgerð nemenda í Varmahlíðarskóla
Nemendur í 8. bekk Varmahlíðarskóla fóru í sláturgerð í heimilisfræði hjá Bryndísi fimmtudaginn 8. október. Gert var úr tveimur lítrum af blóði, þremur lifrum og sex nýrum. Nemendur söxuðu mör, hreinsuðu og hökkuðu lifur og nýru. Þeir síuðu blóð, mældu í hrærurnar og hrærðu sjálf.
Notaðir voru vélindiskeppir og smá af gervi- vömbum. Nemendur settu í keppina sjálfir og saumuðu fyrir. Síðan var afraksturinn settur í frost og verður soðinn og hafður með grautnum í mötuneytinu.
Hellingur af skemmtilegum myndum frá sláturgerðinni er á heimasíðu skólans >