Slitlagið fræst upp vegna jarðsigs
Eins og sagt var frá á Feyki.is hefur jarðsig á Siglufjarðarvegi aukist gríðarlega. Í Morgunblaðinu í dag er aftur fjallað um þetta og haft eftir Sveini Zophoníssyni, verktaka á staðnum, að vatnsaginn að undanförnu virðist auka á sigið. Einnig nagi brim undan landinu og það sigi fyrir vikið.
Í Morgunblaðinu kemur einnig fram að umferð um veginn hefur stóraukist og hjálpar það ekki til. Þar sem áður fórum um 60-150 bílar á dag þegar mest var, fara nú um 800 bílar þegar umferðin er þyngst.
Mikil umferðarþungi tafði fyrir viðgerðum í gær en þá var unnið að því að fræsa upp veginn á tíu stöðum með öflugum malbiksfræsara, hefla þau og í dag stendur til að keyra malarslitlagi í veginn og rykbinda hann, samkvæmt frétt Morgunblaðsins.
