Slydda eða rigning í dag kólnar á morgun
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
16.11.2010
kl. 08.17
Eftir jólakortaveður gær dagsins gerir spáin fyrir daginn í dag ráð fyrir suðaustan 5-13 og dálítilli slyddu eða rigningu og hiti 0 til 5 stig. Lægir í kvöld og styttir upp að mestu. Snýst í norðaustan 5-13 á morgun með svolítilli slyddu og síðar snjókomu. Heldur kólnandi.
Hvað færð á vegum varðar þá er víðast hvar greiðfært eða hálkublettir. Krapi eða snjór er á vegum í Húnavatnshreppi. Hálka er á Öxnadalsheiði.