Slydda næsta sólahringinn

Það verður blautt næsta sólahringinn enda slyddan mætt í öllu sínu veldi. Spáin gerir ráð fyrir norðaustan  8-13 m/s og rigningu á annesjum, annars hægari og úrkomulítið. Norðaustan 8-13 og rigning eða slydda á morgun. Hiti 0 til 5 stig.

Hálka er á Þverárfjalli og á leiðinni milli Sauðárkróks og Akureyrar. Snjór og krapi er á vegum í Fljótum og uppsveitum. Hálkublettir eru á Þjóðvegi 1 Húnavatnssýslum.

Fleiri fréttir