Smalað í Vesturfjöllum
feykir.is
Skagafjörður
30.08.2013
kl. 15.12
Eins og kunnugt er var göngum og réttum flýtt víða á Norðurlandi vegna slæmrar veðurspár. Vesturfjöllin í Staðarhreppi í Skagafirði voru smöluð í gær, fimmtudaginn 29. ágúst og réttað í morgun. Vel tókst til að manna göngurnar og samkvæmt heimildum Feykis smalaðist vel. Veðrið var þolanlegt í göngunum þó að snuddaði af og til úr skýjunum en allir klæddir eftir veðri að sjálfsögðu.
http://www.youtube.com/watch?v=4uEiwPyMjYs
