Snjóruðningstæki lenti utanvegar
feykir.is
Skagafjörður
20.01.2009
kl. 20.31
Snjóruðningstæki skemmdist mikið í morgun þegar það lenti utan vegar ofarlega í Norðurárdal í Skagafirði.
Talið er að snjótönn tækisins hafi krækt í vegrið með þeim afleiðingum að það snérist og valt. Engin slys urðu á fólki.
Myndirnar tók Sverrir Karlsson
Fleiri fréttir
-
Hæfileikabúnt frá Húnaþingi vestra sigruðu í Fiðringi 2025
Þeim er margt til lista lagt nemendunum í Grunnskóla Húnaþiings vestra og þessi vetur hlýtur að verða þeim mörgum minnistæður. Fyrir jól áttu nemendur eitt af þeim þremur lögum sem þóttu skara fram úr í Málæði, í síðustu viku tryggði lið skólans sér sæti í úrslitum í Skólahreysti og í gær sigraði atriði skólans í Fiðringi 2025, hæfileikakeppni fyrir nemendur í 8.-10. bekk, sem haldin var á Akureyri.Meira -
Nýsköpun sem drifkraftur | Freyja Rut Emilsdóttir skrifar
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla 08.05.2025 kl. 14.18 oli@feykir.isNýsköpun er ekki bara orð til að nota á tyllidögum og í kosningabaráttu, nýsköpun er drifkraftur framþróunar, hvort sem það er í litlum fyrirtækjum á landsbyggðinni eða stórum alþjóðlegum fyrirtækjasamsteypum. Nýsköpun opnar nýjar leiðir, skapar ný störf, eykur hagkvæmni og gerir okkur – bæði sem einstaklinga og samfélög, betur í stakk búin til að takast á við þær áskoranir sem blasa við, grípa þau tækifæri sem bjóðast og skapa ný. Fyrirtæki og samfélög sem fóstra og næra nýsköpunarhugsun og nýsköpunarverkefni eru lykillinn að sjálfbærum vexti, bættum lífsgæðum og framþróun sama hvaða atvinnugreinar horft er til.Meira -
Innlyksa á Húsabakka í Skagafirði
Í gær kom tilkynning frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra um mikla vatnavextir í Austari Jökulsá og Héraðsvötnum. Ábúendur á Syðri og Ytri Húsabakka hafa fundið vel fyrir þessum vatnavöxtum enda innlyksa og skemmdir á vegum og túnum ekki skýr að svo stöddu.Meira -
Strandveiðin byrjaði á mánudaginn
Það verður fjör hjá smábátaeigendum í sumar því strandveiðitímabilið byrjaði af fullum krafti á mánudaginn síðastliðinn. Fyrir þá sem sóttu um leyfið og fengu geta sótt sjóinn í alls 48 daga. Þessir dagar skiptast niður í 12 daga á mánuði í fjóra mánuði og má einungis róa á mán., þrið., mið. og fimmtudögum. Þá má fiska 774 kíló á dag og á þetta fyrirkomulag að tryggja fullt jafnræði milli landshluta en sl. ár hefur strandveiðin verið stöðvuð löngu áður en tímabilið er búið, eða um miðjan júlí.Meira -
Klara Sveinbjörnsdóttir og lið Storm Rider sigruðu KS deildina
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 08.05.2025 kl. 12.08 siggag@nyprent.isÚrslit í Meistaradeild KS urðu ljós þegar lokakeppnin fór fram að kvöldi 2. maí, í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki þegar keppt var í tölti og flugskeiði. Mikil eftirvænting var fyrir kvöldinu því þá kæmi í ljós hverjir stæðu uppi sem heildarsigurvegarar bæði í einstaklings- og liðakeppni.Meira