Söfnun fyrir Dýrleifu Tómasdóttur
„Dýlla okkar er að berjast við krabbamein og höfum við vinkonur hennar í blakliðinu Krækjur ákveðið að hrinda af stað söfnun fyrir hana. Það er gríðarlegur kostnaður vegna aðgerða og lyfjameðferða sem ógerningur er fyrir eina manneskju að standa undir,“ segir í tilkynningu frá Krækjum í Sjónhorninu í dag.
„Í desember 2011 greindist hún með krabbamein í lunga og fór í aðgerð í janúar 2012 og var 1/3 af öðru lunganu tekinn. Í september sama ár fór hún í aðra aðgerð þar sem hluti af öðru nýra var einnig tekinn og var hún frá vinnu þar til í janúar 2013 að hún byrjaði í hlutastarfi til að byrja með.
Við reglulegt eftirlit í nóvember 2013 greindist hún svo með bráðahvítblæði og fór þá strax í lyfjameðferð sem virtist skila góðum árangri þar til í apríl, að það kom í ljós að hún þurfti á mergskiptum að halda.
Nú er loks búið að finna merggjafa og fer hún til Svíþjóðar í þá meðferð. Hún mun þurfa að dvelja þar í 90-100 daga ásamt fylgdarmanni, því reglurnar segja, að sjúklingurinn megi aldrei vera einn. Þegar Svíþjóðardvölinni lýkur, tekur við ferli hér heima sem tekur að lágmarki 6 mánuði.
Það er því ljóst, að þetta er og verður gríðarlega dýrt og við viljum því athuga hvort fólk og fyrirtæki vilji styrkja hana. Reikningsnúmer hennar er 161-15-550405 og kennitala 240560-3729.
Með fyrirfram þökk, Krækjur.“