Sögur úr sveitinni

Í Miðgarði í kvöld verða sagðar alvöru sögur úr sveitinni þar sem Gísli Einarsson fréttahaukur og Bjartmar Hannesson söngvaskáld stíga á stokk ásamt Óskari Péturssyni yfirtenór og gamanvísnatríóinu sem hefur að geyma Gunnar Rögnvaldsdson, Jón Hall Ingólfsson og Írisi Olgu Lúðvíksdóttur.

Stefán Gíslason fer fimum höndum um nótnaborðið eins og honum er einum lagið og einnig kemur fram efnileg hljómsveit sem leikur nokkrar dægurperlur en sú efnilega sveit hefur lofað að hafa ekki of hátt, eins og segir í tilkynningu frá sögumönnum sem hvetja fólk til að mæta þrátt fyrir spennu Útsvarsins sem verður endursýnt í Sjónvarpinu.

Veislan hefst klukkan 20:30 í Menningarhúsinu Miðgarði

Fleiri fréttir