Sólin komin í Hjaltadalinn
Á vef Hólaskóla segir frá því að nú lengir daginn jafnt og þétt, eitt hænufet á dag. Og sólin er loksins farin að skína á Hólastað, eftir að hafa lítið látið sjá sig síðustu tvo mánuðina.
„Við hér erum svo heppin að eiga marga góða ljósmyndara, og þessar myndir tók Broddi Reyr Hansen í morgun, í sannkölluðu gleðikasti yfir hækkandi sól. Og leyfir okkur hinum að njóta,“ segir á vef Háskólans á Hólum.