Sölusýning á Sauðárkróki
Björn og Magnea fyrir hönd Hrímnishallarinnar í samstarfi við Svaðastaðahöllina á Sauðárkróki standa fyrir sölusýningu næstkomandi laugardag kl: 13:00
Að gefnu tilefni var ákveðið að framlenga skráningu hrossa til loka miðvikudags. Ástæða fyrir framlengingu er að netfang sem uppgefið var í auglýsingu reyndist ekki vera alveg rétt, en það er hrimnsihollin@varmilaekur.is . Hafi einhverjir sent frá sér skráningu og ekki fengið viðbrögð endilega beðnir að hafa samband. Allir nær sem fjær eru velkomir að mæta með hross sín.