Söngbræður í heimsókn

Karlakórinn Söngbræður úr Borgarfirði ætlar að gleðja söngáhugafólk á Norðurlandi vestra um helgina og syngja á Hvammstanga og í Miðgarði Skagafirði.

Báðir tónleikarnir verða á laugardag, sá fyrri byrjar kl. 15:00 í Félagsheimilinu á Hvammstanga en sá síðari kl. 20:30 í Félagsheimilinu Miðgarði, Skagafirði.  

Stjórnandi kórsins er Viðar Guðmundsson en meðleikari er Stefán Steinar Jónsson. Boðið verður upp á fjölbreytt lagaval og er aðgangseyrir 1.500 kr.

Fleiri fréttir