Söngkeppni nemendafélags FNV frestað fram í næstu viku

Vegna slæmrar veðurspár hefur söngkeppni nemendafélags FNV, sem vera átti á morgun, verið frestað fram í næstu viku. Ný tímasetning er komin og verður söngkeppnin haldin fimmtudaginn 20. febrúar næstkomandi klukkan 20:00.

Keppnin fer fram á Sal skólans og er almennt miðaverð kr. 2000. Gegn framvísun skólaskírteinis fá nemendur FNV miðann á 1500 kr. líkt og grunnskólanemendur en frítt er fyrir 10 ára og yngri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir