Söngkeppni NFNV haldin á föstudag

Söngkeppni FNV verður haldin föstudaginn 8. febrúar þar sem keppt verður um þátttökurétt í Söngkeppni framhaldsskólanna 2013. Samkvæmt heimasíðu FNV hefst dagskrá kl. 20:30 á Sal bóknámshúss en húsið opnar kl. 20:00.

Dómarar eru Geirmundur Valtýsson, Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson og Helga Rós Indriðadóttir en allur tónlistarflutningur er í umsjón nemenda skólans. Auk keppninnar koma fram nemendur frá grunnskólanum í Varmahlíð og Árskóla og Ingó veðurguð treður upp.

Aðgangseyrir er 1000 kr. fyrir meðlimi NFNV og yngri en 16 ára og 1500 kr. fyrir aðra.

 

Fleiri fréttir