Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar hugar að Umhverfisverðlaunum

Hátún 1 hlaut Umhverfisverðlaun Skagafjarðar á síðasta ári í flokknum býli með búskap. Aðsend mynd.
Hátún 1 hlaut Umhverfisverðlaun Skagafjarðar á síðasta ári í flokknum býli með búskap. Aðsend mynd.

Sumarið er sá tími sem fólk notar gjarnan til að dytta að umhverfi sínu. Að vanda munu konurnar í Soroptimistaklúbbi Skagafjarðar bregða undir sig betri fætinum og fara í skoðunarferðir um fjörðinn, fyrst í byrjun júlí og svo aftur í byrjun ágúst til að meta bæi, hverfi og svæði í firðinum fyrir Umhverfisverðlaun Skagafjarðar sem klúbburinn og Sveitarfélagið Skagafjörður standa að í sameiningu.

Þau atriði sem horft er til og metin til einkunnar eru til dæmis frágangur bygginga, geymsla tækja og áhalda, viðhald girðinga, almenn umgengni og heildarmynd húsa, lóða og bygginga. Að loknu mati er valið úr hópi tilnefninga í samráði við garðyrkjustjóra sveitarfélagsins og viðurkenningar afhentar í september 2020, 16. árið í röð, segir í tilkynningu frá klúbbnum á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir