Spáð kólnandi veðri
Í dag verður suðvestan 3-8 m/s og bjart að mestu á Ströndum og Norðurlandi vestra, en skýjað seinnipartinn. Austlægari og rigning á morgun. Norðan 5-10 seinnipartinn. Hiti 7 til 15 stig, svalast á annesjum. Kólnar til morguns.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Breytileg átt, 3-8 m/s, en norðlæg átt 8-13 V-lands með kvöldinu. Rigning víðast hvar, einkum vestantil. Hiti 7 til 13 stig.
Á laugardag:
Norðlæg átt, 8-15 m/s. Rigning N- og A-lands, en annars úrkomulítið og skýjað með köflum. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast S-lands. Búast má við slyddu á norðanverðu hálendinu.
Á sunnudag:
Norðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s. Dálítil súld öðru hvoru NA- og A-til, en annars bjart með köflum. Heldur hlýnandi.
Á mánudag:
Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og bjart með köflum, en skýjað fyrir norðan. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast S-lands.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Hæg vestlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri. Heldur hlýnandi.