Spennandi úrtaka í Meistaradeild Norðurlands
Það stefnir í hörku úrtöku miðvikudaginn 26. janúar þar sem 11 knapar eru skráðir til leiks, en þar má finna þekkt nöfn úr keppnisgeiranum meðal þátttakenda eins og má sjá á ráslistanum. Það er ljóst, að úrtakan fyrir þetta ár er sennilega sú sterkasta frá upphafi KS-deildarinnar. Keppt er í 4-gangi og 5-gangi og er það samanlagður árangur úr þessum greinum sem telur til stiga í úrtökunni.
Fólk er kvatt til að koma og horfa á spennandi keppni um þau sex lausu sæti í KS-deildinni 2011. Úrtakan byrjar kl:20:00 ( húsið opnar kl:19:30) aðgangseyrir er 1000.- kr. frítt fyrir 12 ára og yngri.
Ráslisti 4-gangur.
- Magnús Elíasson - Bliki frá Stóru - Ásgeirsá.
- Hörður Óli Sæmundarson - Hafrún frá Vatnsleysu.
- Jón Herkovic - Töfrandi frá Árgerði.
- Ingólfur Pálmason - Höfði frá Sauðárkróki.
- Sigurður Rúnar Pálsson - Gáski frá Pulu.
- Riikka Anniina - Gnótt frá Grund.
- Árni Björn Pálsson - Fura frá Enni.
- Baldvin Ari Guðlaugsson - Logar frá Möðruvöllum.
- Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir - Kolgerður frá Vestri-Leyrárgörðum.
- Guðmundur Þór Elíasson - Fáni frá Efri-Lækjardal.
- Eyjólfur Þorsteinsson - Hlekkur frá Þingnesi.
Ráslisti 5-gangur.
- Jón Herkovic - Formúla frá Vatnsleysu.
- Sigurður Rúnar Pálsson - Glettingur frá Steinnesi.
- Baldvin Ari Guðlaugsson - Frami frá Efri-Rauðalæk.
- Riikka Anniina - Styrnir frá Neðri-Vindheimum.
- Guðmundur Þór Elíasson - Súper-Stjarni frá Stóru-Ásgeirsá.
- Hörður Óli Sæmundarson - Hreinn frá Vatnsleysu.
- Magnús Elíasson - Daði frá Stóru-Ásgeirsá.
- Árni Björn Pálsson - Ofsi frá Stóru-Ásgeirsá.
- Eyjólfur Þorsteinsson - Ögri frá Baldurshaga.
- Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir - Rán frá Skefilsstöðum.
- Ingólfur Pálmason - Tindur frá Miðsitju.