Spurningakeppni grunnskólanna

Í dag kl. 18: 00 fer fram í Miðgarði í Varmahlíð landshlutakeppni í Spurningakeppni grunnskólanna þar sem fjórir skólar keppa til úrslita fyrir Norðurland Vestra. Það eru Varmahlíðarskóli, Árskóli á Sauðárkróki, Grunnskólinn austan Vatna og Húnavallaskóli sem etja kappi.

 

Einn skóli stendur uppi sem svæðismeistari á Norðurlandi vestra og keppir síðar við aðra af þeim  átta svæðismeisturum landsins. Keppnin líkist Gettu betur keppninni, þrír eru í hverju liði fyrst eru hraðaspurningar næst bjölluspurningar svo þríþraut og að lokum vísbendingaspurning. Keppnin er ætluð nemendum í unglingadeild.

 

Fleiri fréttir