Sr. Gísli kosinn í kirkjuráð
feykir.is
Skagafjörður
23.11.2010
kl. 08.00
Á nýafstöðnu kirkjuþingi var kosið í nýtt kirkjuráð þjóðkirkjunnar. Auk biskups Íslands sitja í kirkjuráði tveir prestar og tveir leikmenn. Kirkjuráð er kosið til fjögurra ára og fer það með framkvæmd sameiginlegra málefna þjóðkirkjunnar. Flest atkvæði í kjöri presta hlaut sr. Gísli Gunnarsson í Glaumbæ, en auk hans voru kosin þau sr. Gunnlaugur Stefánsson Heydölum, Ásbjörn Jónsson Garði og Katrín Ásgrímsdóttir Akureyri.
Fyrsti fundur hins nýkjörna kirkjuráðs verður haldinn 1. desember þar sem farið verur yfir þau mál sem afgreidd voru á kirkjuþingi.