SSNV hvetur til jákvæðrar hugsunar
Stjórn SSNV hefur sent frá sér ályktun þar sem fyrirtæki og rekstaraðilar á Norðurlandi vestra eru minnt á að þjónusta SSNV atvinnuþróunar stendur þessum aðilum til boða endurgjaldslaust.
Þá vill stjórnin hvetja fólk og fyrirtæki til jákvæðrar hugsunar og horfa til þeirra tækifæra sem Norðurland vestra bíður uppá og má í því sambandi nefna tækifæri til nýsköpunar í gegn um menningarsamning og vaxtarsamning.