SSNV krefur stjórnvöld um að hraða uppbygginu vega í landshlutanum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
29.04.2025
kl. 12.02
Á ársþingi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, sem haldið var á Sauðárkróki 9. apríl voru ýmsar ályktanir samþykktar. Þar á meðal ein er varðar vegasamgöngur í landshlutanum en í henni er þess krafist að stjórnvöld hraði uppbyggingu vega á Norðurlandi vestra og tryggi að stofn- og tengivegir í landshlutanum verði færðir upp í forgang í samgönguáætlun ríkisins, með skýrri framkvæmdaáætlun og tryggu fjármagni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.