SSNV leita að verkefnisstjóra iðnaðar
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, leita eftir einstaklingi til að sinna starfi verkefnisstjóra iðnaðar. Hér er um nýtt og spennandi verkefni að ræða sem hefur það að markmiði að laða fjárfestingar í landshlutann til að fjölga þar störfum, að því er segir í auglýsingu um starfið. Ráða á í starfið til tveggja ára með möguleika á framlengingu. Umsóknarfrestur um starfið er til 2. desember nk.
Meðal þess sem verkefnisstjóri á að sinna er:
- Mat á fyrirliggjandi hugmyndum um iðnaðaruppbyggingu á Norðurlandi vestra.
 - Markaðssetning landshlutans sem fýsilegs fjárfestingarkosts, þ.m.t. gerð kynningarefnis, bein markaðssetning, samskipti við fjárfesta og fleira.
 - Áframhaldandi greining á innviðum.
 - Gerð viðskiptaáætlana og markaðsgreininga.
 - Samskipti við hagsmunaaðila.
 - Að koma auga á tækifæri til atvinnuskapandi fjárfestinga í landshlutanum.
 
Hæfniskröfursem gerðar eru :
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 - Haldbær þekking/reynsla af rekstri. Reynsla af fjárfestingum og atvinnuuppbyggingu er kostur.
 - Þekking á greiningu iðnaðarkosta m.t.t. alþjóðlegrar tækni- og viðskiptaþróunar er kostur.
 - Þekking/reynsla af markaðsmálum.
 - Reynsla af verkefnisstjórnun.
 - Góð almenn tölvufærni.
 - Samskiptahæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 - Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.
 
Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri SSNV, Unnur Valborg Hilmarsdóttir á unnur@ssnv.is. Umsóknum skal skilað á netfangið ssnv@ssnv.is í síðasta lagi 2. desember nk.
						
								
			
