Staða skólastjóra Tónlistarskóla A-Hún laus til umsóknar

Auglýst hefur verið laus staða skólastjóra hjá Tónlistarskóla Austur-Húnavatnssýslu og er stefnt að því að viðkomandi hefji störf frá og með 1. ágúst nk. Skólinn hefur þrjár starfsstöðvar, á Skagaströnd, Blönduósi og Húnavöllum og eru nemendur skólans tæplega 90.

Fram kemur í tilkynningu að kennt er á öll helstu hljóðfæri og mikið samstarf milli grunnskóla og tónlistarskóla. Stór hluti nemenda kemur á skólatíma í kennslustundir.

Umsóknarfrestur er til 1. júní og skulu áhugasamir skila umsóknum á skrifstofu Húnavatnshrepp, Húnavöllum, 541 Blönduós, eða með að senda umsókn í tölvupósti á netfangið einar@hunavatnshreppur.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir